TÁP Sjúkraþjálfun

ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR

Menntun:

2020 Háskóli Íslands, PhD-gráða í líf- og læknavísindum
2011 Landlæknisembætti, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun
2006 – 2009 Háskóli Íslands, MSc-gráða í líf- og læknavísindum
1981 – 1985 Háskóli Íslands, BSc-gráða í sjúkraþjálfun
1977 – 1981 Menntaskólinn á Ísafirði, stúdentspróf

Starfssvið:
Kvenheilsa
Sjúkraþjálfun vegna grindarbotnsvandamála
Sjúkraþjálfun vegna þvagleka kvenna og karla
Sjúkraþjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu
Nálastungur
Öldunarsjúkraþjálfun
Almenn sjúkraþjálfun

Endurmenntun:
Í tengslum við starf mitt sem sjúkraþjálfari hef ég sótt fjöldan allan af námskeiðum bæði hérlendis og erlendis. Má þar nefna skoðun og greiningu hryggjarvandamála og annarra stoðkerfisvandamála, notkun rafmagns í sjúkraþjálfun, nálastungumeðferðir og taugalífeðlisfræði. Einnig hef ég sótt fjölmörg námskeið um grindarbotnsvandamál og þvagleka.

Starfsferill:
1998 – núv. Táp sjúkraþjálfun, stofnandi og einn eigandi stofunnar
1999 – núv. Háskóli Íslands, stundakennari við námsbraut í sjúkraþjálfun við læknadeild
1999 – núv. Kvenheilsa, námskeið haldin í Táp, sérhæfð leikfimi og fyrirlestrar fyrir fólk með áreynsluþvagleka og grindarbotnsvandamál

Annað:
Birt greinar í ritrýndum alþjóðlegum fagtímaritum
Hef skrifað greinar og haldið fyrirlestra og kennt námskeið fyrir almenning og heilbrigðisstéttir um þvagleka og grindarbotn.
Ræðumaður á ýmsum vísindaráðstefnum innanlands og erlendis um málefni tengd kven- og karlheilsu
Hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag sjúkraþjálfara (FS)

afboða tíma

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara sjái þeir sér ekki fært að mæta eða forfallist. Að öðrum kosti áskiljum við okkur rétt til að innheimta forfallagjald. Hægt er að afboða með eftirfarandi leiðum:

 

 

hafa samband

Hafir þú einhverjar fyrirspurnir getur þú fyllt út formið hér til hægri og við höfum samband við fyrsta tækifæri.