að koma í sjúkraþjálfun
Eins og er, eru sjúkraþjálfarar samningslausir við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Reglugerð ráðherra tryggir þó endurgreiðslu eins og áður var, til sjúkratryggðra einstaklinga. Táp leggur þó komugjald ofan á það, til að halda í við vísitöluhækkanir. SÍ hefur einnig afnumið bráðameðferðir þannig að ef einstaklingar eru ekki með tilvísun frá lækni verða þeir að greiða fullt gjald.
Hér er hægt að sjá stöðu sína gagnvart SÍ: www.sjukra.is/gagnagátt
Þó beint aðgengi að sjúkraþjálfun sé bundið í lög getur verið gott að fá tilvísun frá lækni áður en komið er í sjúkraþjálfun.
Fyrsti tími í sjúkraþjálfun er að jafnaði lengri en aðrir tímar og fer þá fram viðtal þar sem sjúkraþjálfarinn fær upplýsingar um hvert vandamálið er, sjúkrasögu og annað sem talið er að skipti máli. Þá er einnig framkvæmd skoðun og mat og í framhaldi af því er markmið sett í samráði við skjólstæðinginn. Að því loknu er meðferð sniðin að þörfum einstaklingsins.
Meðferðafjöldi og tíðni byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings.
Greiða skal í hvert skipti. Hægt er að greiða með peningum, debet- og kreditkortum.
Ef ekki er hægt að nýta bókaðan meðferðartíma skal afboða tímann daginn áður eða fyrir kl. 9 sama dag. Ef afboðun berst seint eða alls ekki er rukkað forfallagjald/fullt gjald.
Ef meðferðartími er ekki nýttur og ekki látið vita um forföll getur sjúkraþjálfari úthlutað öðrum bókuðum tímum, ef einhverjir eru, til annarra.
KONUR, HEILSURÆKT OG GRINDARBOTNINN.
Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir
ÞVAGLEKI EFTIR FÆÐINGU – VEIKUR GRINDARBOTN
Fæðing um leggöng reynir mikið á grindarbotnsvöðva og er mjög misjafnt hvenær og hvernig konur jafna sig líkamlega á fæðingunni. Sumar konur ná fyrri styrk
BLÖÐRUSIG
Blöðrusig er algengasta sig á líffærum grindarhols en legsig og ristilsig eru einnig nokkuð algengt. Helstu einkenni blöðrusigs er tilfinning um bungun inn í leggöng