TÁP Sjúkraþjálfun

Endurgreiðsla vegna sjúkraþjálfunar:

Stéttarfélög:

Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun og bendum við skjólstæðingum okkar að kanna rétt sinn hjá viðkomandi stéttarfélagi.

Einstaklingur þarf að greiða fyrir sjúkraþjálfunina en getur síðan farið með reikninginn til stéttarfélagsins og fengið hluta hans endurgreiddan. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi!

Tryggingafélög:

Ef fólk verður fyrir slysi ber tryggingafélögum eftir atvikum að greiða allan útlagðan kostnað einstaklingsins vegna sjúkraþjálfunar.  Sjúkraþjálfun vegna líkamstjóns eftir bílslys eru að bætt og mörg frístundaslys ef fólk er með heimilistryggingu.

Kannaðu málið hjá þínu tryggingafélagi!

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ):

Þeir sem verða fyrir íþróttaslysum hjá íþróttafélagi sem heyrir undir ÍSÍ og eru undir leiðsögn þjálfara eiga rétt á endurgreiðslu kostnaðar við sjúkraþjálfun.  Fylla þarf út tilkynningu, fá afrit af læknabeiðni og fara með reikninginn til ÍSÍ.

afboða tíma

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara sjái þeir sér ekki fært að mæta eða forfallist. Að öðrum kosti áskiljum við okkur rétt til að innheimta forfallagjald. Hægt er að afboða með eftirfarandi leiðum:

 

 

hafa samband

Hafir þú einhverjar fyrirspurnir getur þú fyllt út formið hér til hægri og við höfum samband við fyrsta tækifæri.