TÁP Sjúkraþjálfun

Með lögum frá Alþingi er búið að afnema tilvísunarskyldu lækna fyrir sjúkraþjálfun og mega því skjólstæðingar koma beint til sjúkraþjálfara og greiða fyrir það sjálfir.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við 15 meðferðir á ári og er hægt að koma í sjúkraþjálfun í 5 skipti á ári án tilvísunar frá lækni en njóta samt greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar Íslands krefjast ennþá tilvísunar ef meðhöndla þarf umfram þau skipti.

Í ákveðnum tilfellum er hægt að sækja um fleiri meðferðarskipti með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga.

Vinnuslys eru greidd að fullu af Sjúkratryggingum Íslands ef þau hafa verið tilkynnt af atvinnurekanda til Vinnueftirlits ríkisins og Sjúkratryggina Íslands.Sjúklingar sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta hjá Sjúkratryggingum Íslands. 

Það borgar sig alltaf að kanna rétt sinn!

Skjólstæðingum sjúkraþjálfara er heimilt að halda áfram í meðferð og greiða tíma að fullu þó Sjúkratryggingar Íslands taki ekki frekari þátt í greiðslu.

Vegna greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands er nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvort viðkomandi hefur verið í sjúkraþjálfun á síðustu 12 mánuðum. Vinsamlegast upplýsið sjúkraþjálfarann ef svo er.

afboða tíma

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara sjái þeir sér ekki fært að mæta eða forfallist. Að öðrum kosti áskiljum við okkur rétt til að innheimta forfallagjald. Hægt er að afboða með eftirfarandi leiðum:

 

 

hafa samband

Hafir þú einhverjar fyrirspurnir getur þú fyllt út formið hér til hægri og við höfum samband við fyrsta tækifæri.