Að koma í sjúkraþjálfun

Fyrsti tími í sjúkraþjálfun er að jafnaði lengri en aðrir tímar og fer þá fram viðtal þar sem sjúkraþjálfarinn fær upplýsingar um hvert vandamálið er, sjúkrasögu og annað sem talið er að skipti máli. Þá er einnig framkvæmd skoðun og mat og í framhaldi af því er markmið sett í samráði við skjólstæðinginn. Að því loknu er meðferð sniðin að þörfum einstaklingsins.

Meðferðafjöldi og tíðni byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings.

Greiða skal í hvert skipti. Hægt er að greiða með peningum, debet- og kreditkortum.

Ef ekki er hægt að nýta bókaðan meðferðartíma skal afboða tímann daginn áður eða fyrir kl. 9 sama dag. Ef afboðun berst seint eða alls ekki er rukkað forfallagjald/fullt gjald.

Ef meðferðartími er ekki nýttur og ekki látið vita um forföll getur sjúkraþjálfari úthlutað öðrum bókuðum tímum, ef einhverjir eru, til annarra.