TÁP Sjúkraþjálfun

ÞVAGLEKI EFTIR FÆÐINGU – VEIKUR GRINDARBOTN

Fæðing um leggöng reynir mikið á grindarbotnsvöðva og er mjög misjafnt hvenær og hvernig konur jafna sig líkamlega á fæðingunni.

Sumar konur ná fyrri styrk fljótt en aðrar ná honum aldrei alveg ef ekkert er að gert. Vöðvahimnur og liðbönd (bandvefur) í grindarholi verða líka fyrir álagi á meðgöngu og í fæðingu og því er mikilvægt að styrkja vöðvana svo þeir styðji sem best við líffærin.

Helstu einkenni veikra grindarbotnsvöðva eftir fæðingu eru áreynsluþvagleki, þreyta í grindarbotni og einstaka sinnum sig á líffærum (algengast er blöðrusig en getur líka verið legsig og ristilsig/endaþarmssig).

Einnig geta konur fundið fyrir loftleka (það að geta ekki haldið í sér þegar þarf að prumpa) og hægðaleka, sérstaklega ef þær hafa rifnað mikið.

Þessi einkenni geta varað í nokkrar vikur en ef þau eru lengur til staðar en sem því nemur er best að leita sér aðstoðar. Fara í skoðun hjá fæðingarlækni eða ræða við heimilislækninn. Í þessum tilfellum getur sjúkraþjálfarinn líka hjálpað þér að komast á rétta sporið og kanna hvort hægt sé að styrkja vöðvana.

Mikilvægt er að hafa í huga að fæðing er eðlilegt ferli sem flestar konur fara vel í gegn um og jafna sig vel á. Þó þurfa sumar konur á inngripi að halda eins og keisara eða aðstoð í fæðingu eins og sogklukku-eða tangaraðstoð. Aðrar konur eru klipptar til að hraða fæðingarferlinu eða til að hægt sé að stjórna hvernig áverkinn verður ef það stefnir í að það rifni illa.

Áhrif meðgöngu:

Á meðgöngu er eðlilegt að líkaminn þyngist vegna stækkandi legs og stækkandi fósturs og fylgju. Blóðmagnið eykst og almennt vökvamagn í líkama konunnar sem á von á barni. Hormónabreytingar hafa mýkjandi áhrif á bandvef á sama tíma og innviðir grindarhols þyngjast og reyna því meira á burðargetu grindarbotnsvöðva og bandvefs. Á síðasta þriðjungi meðgöngu er áreynsluþvagleki orðinn algengari en fyrir meðgöngu.

Ekki er æskilegt að fitna of mikið á meðgöngu. Það eykur álagið á grindarbotninn auk þess að hafa slæm áhrif á blóðþrýsting, blóðsykur og liðamót líkamans.

Of þungar konur finna frekar fyrir þvagleka en aðrar konur.

Keisarakonur fá líka þvagleka.

Keisaraskurður er ekki alverndandi gegn þvagleka og sigi á líffærum samkvæmt nýjustu yfirlitsgreinum á þessu sviði. Líkamlegar breytingar eiga sér einnig stað á meðgöngunni en ekki eingöngu í fæðingunni eins og að framan greinir. Vefjagerð okkar (sem er arfgengur eiginleiki) er talin hafa áhrif líka og hafa flestar rannsóknir beinst að bandvefsgerð (bandvefur er til dæmis liðbönd, vöðvahimnur og sinar) og eiginleikar hans geta verið einstaklingsbundnir. Þær konur sem hafa svokallað “hypermobility syndrome”, (á íslensku: ofhreyfanleiki) eru taldar vera í meiri hættu en aðrar konur á að þróa með sér einkenni frá grindarbotni.

Við berum mikla ábyrgð á eigin heilsu og okkur ber að gera það sem við getum sjálf til að bæta heilsuna. Þess vegna er svo mikilvægt að styrkja þá vöðva sem veikjast í fæðingu. Best er að byrja strax eftir fæðingu að reyna að spenna grindarbotninn. Ef langur tími líður frá fæðingu  án þess að reynt sé að draga vöðvana saman eiga sumar konur í erfiðleikum með að finna vöðvana. Hafa hreinlega tínt þeim.

Réttur samdráttur er þannig að grindarbotnsvöðvarnir herpast í kring um þvagrás, leggöng og endaþarm og lyftist upp, inn í grindarholið. Hægt er að styðja laust við spöngina eða þreifa hjá sjálfum sér í leggöngum og finna vöðvana spennast. Það er öruggt að spenna vöðvana að sársaukamörkum ef sársauki eftir fæðinguna er til staðar í botninum.

Gott próf til að átta sig á vöðvastarfsemi í grindarbotni er að reyna að stöðva þvagbunu við þvaglát. Þó skal hafa í huga að ekki er hollt að trufla þvaglát og skal eingöngu nota þetta próf stöku sinnum.

Gerðu æfingarnar reglulega, tvisvar til þrisvar á dag og 10 skipti í einu. Reyndu að spenna fast í hvert skipti, 5-7 sekúndur og slakaðu vel á milli.

Ef þú getur ekki spennt, hafðu samband við sjúkraþjálfarann.

KONUR, HEILSURÆKT OG GRINDARBOTNINN.

Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir

afboða tíma

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara sjái þeir sér ekki fært að mæta eða forfallist. Að öðrum kosti áskiljum við okkur rétt til að innheimta forfallagjald. Hægt er að afboða með eftirfarandi leiðum:

 

 

hafa samband

Hafir þú einhverjar fyrirspurnir getur þú fyllt út formið hér til hægri og við höfum samband við fyrsta tækifæri.