TÁP Sjúkraþjálfun

Langvarandi verkur í hné. Hvað er til ráða?

Stór hluti daglegra athafna krefst hreyfinga um liðamót í neðri útlimum. Þegar verkir koma fram í einu eða fleirum þessara liðamóta við hreyfingar sem við teljum sjálfsagðar fer það fljótt að hafa slæm áhrif á heilsu og líðan. Vel þekkt eru hnévandamál meðal þeirra sem stunda hlaup, crossfit, lyftingar og aðrar íþróttir með mikilli ákefð en rannsóknir hafa einnig sýnt að 1 af hverjum 5 glímir einhvern tímann á lífsleiðinni við vandamál tengt hnjám hvort sem þeir stunda íþróttir eða ekki.
Langvarandi hnéverkur getur verið afleiðing áverka eða langvarandi álags á hnélið s.s. vegna slæmrar vinnustöðu eða mikillar líkamsþyngdar. Þrátt fyrir mismunandi orsakir eiga þær það sameiginlegt að verkurinn er afleiðing af röngu hreyfimynstri í kringum hnélið sem setur álag á liðinn og veldur með tímanum vefjaskaða, sem orsakar hnéverk. Með því að leiðrétta hreyfimynstrið má minnka álagið á liðinn sem gefur vefnum tækifæri á að gróa og verkurinn dvínar.

KONUR, HEILSURÆKT OG GRINDARBOTNINN.

Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir

afboða tíma

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara sjái þeir sér ekki fært að mæta eða forfallist. Að öðrum kosti áskiljum við okkur rétt til að innheimta forfallagjald. Hægt er að afboða með eftirfarandi leiðum:

 

 

hafa samband

Hafir þú einhverjar fyrirspurnir getur þú fyllt út formið hér til hægri og við höfum samband við fyrsta tækifæri.