ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Menntun:
2020 Háskóli Íslands, PhD-gráða í líf- og læknavísindum
2011 Landlæknisembætti, sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun
2006 – 2009 Háskóli Íslands, MSc-gráða í líf- og læknavísindum
1981 – 1985 Háskóli Íslands, BSc-gráða í sjúkraþjálfun
1977 – 1981 Menntaskólinn á Ísafirði, stúdentspróf
Starfssvið:
Kvenheilsa
Sjúkraþjálfun vegna grindarbotnsvandamála
Sjúkraþjálfun vegna þvagleka kvenna og karla
Sjúkraþjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu
Nálastungur
Öldunarsjúkraþjálfun
Almenn sjúkraþjálfun
Endurmenntun:
Í tengslum við starf mitt sem sjúkraþjálfari hef ég sótt fjöldan allan af námskeiðum bæði hérlendis og erlendis. Má þar nefna skoðun og greiningu hryggjarvandamála og annarra stoðkerfisvandamála, notkun rafmagns í sjúkraþjálfun, nálastungumeðferðir og taugalífeðlisfræði. Einnig hef ég sótt fjölmörg námskeið um grindarbotnsvandamál og þvagleka.
Starfsferill:
1998 – núv. Táp sjúkraþjálfun, stofnandi og einn eigandi stofunnar
1999 – núv. Háskóli Íslands, stundakennari við námsbraut í sjúkraþjálfun við læknadeild
1999 – núv. Kvenheilsa, námskeið haldin í Táp, sérhæfð leikfimi og fyrirlestrar fyrir fólk með áreynsluþvagleka og grindarbotnsvandamál
Annað:
Birt greinar í ritrýndum alþjóðlegum fagtímaritum
Hef skrifað greinar og haldið fyrirlestra og kennt námskeið fyrir almenning og heilbrigðisstéttir um þvagleka og grindarbotn.
Ræðumaður á ýmsum vísindaráðstefnum innanlands og erlendis um málefni tengd kven- og karlheilsu
Hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag sjúkraþjálfara (FS)
